Eyvör úthlutar netöryggisstyrkjum

21. janúar 2026
Mikill áhugi var á netöryggisstyrkjum Eyvarar, en um er að ræða þriðju styrkjaúthlutun Eyvarar á síðustu tveimur árum

Mikill áhugi var á netöryggisstyrkjum Eyvarar, sem staðfestir voru 19. janúar þegar Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, undirritaði samninga um veitingu netöryggisstyrkja til 14 verkefna.

Um er að ræða þriðju styrkjaúthlutun Eyvarar á síðustu tveimur árum. Alls bárust 48 umsóknir, fleiri en nokkru sinni fyrr, sem undirstrikar vaxandi áhuga á styrkjunum og aukinn kraft í netöryggismálum hér á landi. Heildarupphæð styrkja er um 116 milljónir króna.

„Áhugi á netöryggisstyrkjum Eyvarar hefur alltaf verið talsverður, en í þessari úthlutun bárust fleiri umsóknir en nokkru sinni fyrr. Það endurspeglar bæði öflugt grasrótarstarf innan íslenska netöryggissamfélagsins og skýra þörf fyrir aukið fjármagn til verkefna á þessu sviði. Það er einmitt hlutverk og vilji Eyvarar að styðja við nýsköpun og efla hæfni íslensks samfélags á sviði netöryggis,“ segir Hrannar Ásgrímsson, verkefnastjóri Eyvarar.

Allar umsóknir um netöryggisstyrki Eyvarar eru metnar af fagráði sem gerir tillögu til stjórnar um úthlutun styrkja. Að fengnu samþykki stjórnar eru úthlutanir staðfestar af ráðherra og í kjölfarið samningar gerðir við styrkþega. Markmið styrkjanna er að efla netöryggisgetu Íslands og styðja við íslenskt netöryggissamfélag með virku og öflugu Evrópusamstarfi í netöryggismálum.

Eyvör er hæfnissetur Íslands á sviði netöryggis og er hluti af netöryggissviði Fjarskiptastofu og er verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu í gegnum European Cybersecurity Competence Centre (ECCC).

Eftirfarandi aðilar hlutu styrk:

  • Atlas Cloud
  • Capital Region Fire Department
  • Dent & Buckle
  • Icelandic Data Wrestling Association
  • Indó Savings Bank
  • Insurance Agency
  • Maven
  • Media Committee
  • Mitoflux
  • National Commissioner of Police
  • Secure Code Warrior
  • Strandabyggð
  • Tern Systems
  • Vardberg

Sjá frétt á vef IRN: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2026/01/23/Eyvor-117-milljonum-uthlutad-i-netoryggisstyrki-til-fjortan-verkefna/