Eyvör NCC-IS, hæfnisetur í netöryggi, er hluti af evrópsku netöryggisneti á vegum ECCC (European Cybersecurity Competence Centre). Setrið er samstarfsverkefni innviðaráðuneytisins, Fjarskiptastofu, Rannís, Háskóla Íslands, og Háskólans í Reykjavík og hefur það að markmiði að efla hæfni, rannsóknir og nýsköpun á sviði netöryggis. Hafa þessir aðilar hlotið beina styrki frá Evrópusambandinu til að efla getu háskólanna á og styrkja framboð á námsleiðum á sviði netöryggis, stuðla að auknu samtali stjórnvalda og atvinnulífs, auka norrænt samstarf og eins rannsóknir á þessu sviði
Markmið Eyvarar NCC-IS er því bæði að styrkja rannsóknir, menntun og fræðslu á sviði netöryggis, sem og að auðvelda aðgengi íslenskra aðila að alþjóðlegum sóknarfærum. Meðal verkefna er umsjón með netöryggisstyrkjum sem veittir eru til verkefna sem stuðla að aukinni hæfni og getu í netöryggi.
Fjarskiptastofa leiðir nú starfsemi Eyvarar NCC-IS og hefur það hlutverk að samhæfa aðgerðir og stuðla að öflugri netöryggismenningu á Íslandi.
Verkefnastjóri Eyvarar er Hrannar Ásgrímsson
Hrannar býr yfir 15 ára reynslu af verkefnastjórnun í innlendum og alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Controlant, 1xINTERNET, Creditinfo og LS Retail.
Hann er með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og hefur leitt fjölmörg krefjandi verkefni á sviði upplýsingatækni, fjármála og fjarskipta.
Stjórn Eyvarar NCC-IS, skipuð til tveggja ára, er eftirfarandi:
- Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu (formaður)
- Aðalsteinn Þorsteinsson, skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu
- Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, forseti samfélagssviðs HR
- Sigurður Magnús Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ
- Sigurður Óli Sigurðsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís
Stýrihópur
Hópur aðila frá öllum samstarfsaðilunum. Stýrihópurinn fundar einu sinni á mánuði til að ræða verkefni sem eru í vinnslu innan í Eyvör NCC-IS. Haldnar eru fundargerðir eftir hvern fund og samþykktar af fundarmönnum. Staða á verkefnum og styrktarbeiðnir eru teknar fyrir á fundum stýrihópsins.
Fagráð
Fagráð Eyvarar er ráðgefandi teymi varðandi t.d. styrkveitingar.
Fagráðið Eyvarar er skipað af eftirfarandi aðilum:
- Bryndís Bjarnadóttir, netöryggissérfræðingur hjá CERT-IS
- Hakon L. Akerlund, öryggisstjóri Arion banka
- Kristinn Guðjónsson, netöryggisverkfræðingur hjá Shopify
- Theódór R. Gíslason, framkvæmdastjóri Defend Iceland og formaður fagráðs
- Tinna Harðardóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes
- Tinna Þuríður Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá European Centre of Excellence for Countering Hybrid Threats