ICANN DNSSEC training event at University of Iceland

DNSSEC námskeið í boði ICANN

ICANN (samtökin sem meðal annars ákváðu að til væri .is-lénið) munu
bjóða upp á tæknilega þjálfun í DNSSEC.

DNSSEC notar dulkóðun til að tryggja að ekki geti hver sem er falsað svar við beiðni um að þýða, til dæmis island.is, yfir á IP-tölu, þ.e. aðeins réttmætur eigandi þess léns geti skilað réttri IP-tölu.

Þessi þjálfun er fyrir alla sem bera ábyrgð á léni og vilja nota DNSSEC til að tryggja nafnauppflettingu þess léns – eða fyrir þá sem einfaldlega vilja læra hvernig lénakerfið (DNS) virkar.

Dagsetningar og staðsetning:
Þriðjudaginn og miðvikudaginn 3. og 4. febrúar 2026, kl. 9:00–17:00, í Öskju, Háskóla Íslands

Nánari upplýsingar og skráning á viðburð má finna hér.